ÁRSSKÝRSLA BRIMBRETTAFÉLAGS ÍSLANDS 2023
1. Yfirlit um félagið
Brimbrettafélag Íslands (BBFÍ) var stofnað 27. janúar 2021 í húsakynnum Arctic Surfers að
Eyjaslóð 3. Tilgangur félagsins er að vernda brimbrettastaði landsins í samstarfi við yfirvöld,
með það að markmiði að skrá helstu brimbrettastaði sem útivistarsvæði á aðalskipulagi
viðkomandi sveitarfélaga. Félagið leggur einnig áherslu á verndun tærleika sjávar við
strendur landsins og öryggismál iðkenda brimbrettaiðkunar. Félagið skilgreinir sig sem
hagsmunasamtök og eru meðlimir 51 talsins.
2. Fjárhagsyfirlit
Ársreikningur 2021
• Heildarinnkoma: 0 kr.
• Heildarútgjöld: 0 kr.
• Hagnaður: 0 kr.
Ársreikningur 2022
• Heildarinnkoma: 0 kr.
• Heildarútgjöld: 0 kr.
• Hagnaður: 0 kr.
• Skuldir 0kr
Ársreikningur 2023
• Heildarinnkoma: 517.185 kr.
• Heildarútgjöld: - 4.023 kr.
• Hagnaður: 513.162 kr.
• Skuldir 0kr.
3. Starfsemi 2022-2023
Viðburðir
• Félagið hefur staðið fyrir árlegri strandhreinsun við aðalbrotið í Þorlákshöfn.
Samfélagsmál
• BBFÍ kom að samkomulagi við sveitafélagið Ölfus um að hverfa frá fyrri horfum og
snúa Suðurvarargarði þannig að áhrif á ölduna væru lágmörkuð.
• BBFÍ í samstarfi við BASALT arkítekta hefur sett fram tillögu um hvernig megi nýta
svæðið í kring um ölduna á Ólafsfirði í ferðaþjónustu. Óskað hefur verið eftir
hverfisvernd.
4. Stjórn og skipulag
Stjórn 2022
• Formaður: Steinarr Lár Steinarsson
• Féhirðir: Egill Örn Bjarnason
• Ritari: David Ducobu
• Stjórnarkonur: Elín Signý og Rachel Jonas
• Stjórnarmenn: Atli Guðbrands, Ólafur Pálsson
Stjórn 2023
• Formaður: Steinarr Lár Steinarsson
• Féhirðir: Egill Örn Bjarnason
• Ritari: David Ducobu
• Stjórnarkonur: Elín Signý og Rachel Jonas
• Varamenn: Ólafur Pálsson og Atli Guðbrands
• Ný kjörinn varamaður: Marc Zotes
5. Horfur fyrir árið 2024
Félagið stefnir á að halda áfram að vernda brimbrettastaði landsins og efla
brimbrettamenningu á Íslandi. Unnið hefur verið að því að fá hverfisvernd á Ölduna á
Ólafsfirði og heldur sú vinna áfram.
6. Aðalfundir félagsins
Aðalfundur var haldinn í Grósku 17. September 2023, á honum var Marc Zotes kjörinn í
stjórn félagsins sem viðbótar varamaður. En sú lagabreyting átti sér stað, að í stað tveggja
varamanna væru þrír varamenn stjórnar. Lagabreyting verður borin upp aftur á næsta
aðalfundi til staðfestingar.
Ársskýrsla undirriturð af stjórn Brimbrettafélagi Íslands:
ÁRSSKÝRSLA BRIMBRETTAFÉLAGS ÍSLANDS 2024
1. Yfirlit um félagið
Brimbrettafélag Íslands (BBFÍ) var stofnað 27. janúar 2021 í húsakynnum Arctic Surfers að
Eyjaslóð 3. Tilgangur félagsins er að vernda brimbrettastaði landsins í samstarfi við yfirvöld,
með það að markmiði að skrá helstu brimbrettastaði sem útivistarsvæði á aðalskipulagi
viðkomandi sveitarfélaga. Félagið leggur einnig áherslu á verndun tærleika sjávar við
strendur landsins og öryggismál iðkenda brimbrettaiðkunar. Félagið skilgreinir sig sem
hagsmunasamtök og eru meðlimir 84 talsins.
2. Fjárhagsyfirlit
Ársreikningur 2021
• Heildarinnkoma: 0 kr.
• Heildarútgjöld: 0 kr.
• Hagnaður: 0 kr.
Ársreikningur 2022
• Heildarinnkoma: 0 kr.
• Heildarútgjöld: 0 kr.
• Hagnaður: 0 kr.
Ársreikningur 2023
• Heildarinnkoma: 517.185 kr.
• Heildarútgjöld: - 4.023 kr.
• Hagnaður: 513.162 kr.
Ársreikningur 2024
• Heildarinnkoma: 2.301.946 kr.
• Heildarútgjöld: -1.789.407 kr.
• Hagnaður: 514.262 kr.
3. Starfsemi 2024
Viðburðir
• Félagið stóð fyrir árlegri strandhreinsun við aðalbrotið í Þorlákshöfn.
• Fleiri viðburðir voru skipulagðir í tengslum við kynningu á brimbrettamenningu á
Íslandi þar ber hæst að nefna frumsýningu á myndinn “Björgum Öldunni” sem haldin
var í Bíó Paradís.
Samfélagsmál
• BBFÍ tók virkan þátt í umræðum um deiliskipulag hafnar í Þorlákshöfn og lagði fram
athugasemdir við fyrirhugaða landfyllingu. Félagið benti á villandi gögn sem notuð
voru við ákvarðanatöku og lagði áherslu á verndun umhverfisins.
• BBFí kom að hverfisvernd á Öldunni á Ólafsfirði í samstarfi við Sveitarfélagið í
Fjallabyggð.
4. Stjórn og skipulag
Stjórn 2024
• Formaður: Steinarr Lár Steinarsson
• Féhirðir: Egill Örn Bjarnason
• Ritari: David Ducobu
• Stjórnarkonur: Elín Signý og Rachel Jonas
• Stjórnarmenn: Ólafur Pálsson, Marcos Zotes og Atli Guðbrands
5. Horfur fyrir árið 2025
Félagið stefnir á að halda áfram að vernda brimbrettastaði landsins og efla
brimbrettamenningu á Íslandi. Áætlað er að halda fleiri viðburði og auka samstarf við
sveitarfélög, æskulýðs, íþrótta og tómstundaráð og aðra hagsmunaaðila til að tryggja
verndun og aðgengi að brimbrettastöðum. Skoðað verður með ÍSÍ hvort að brimbrettafélög
eða klúbbar geti verið skráð innan sambandsins í framtíðinni.
6. Aðalfundir félagsins
Aðalfundur var haldinn í Grósku 17. September 2023, á honum var Marc Zotes kjörinn í
stjórn félagsins sem viðbótar varamaður. En sú lagabreyting átti sér stað, að í stað tveggja
varamanna væru þrír varamenn stjórnar. Lagabreyting verður borin upp aftur á næsta
aðalfundi til staðfestingar.
Aðalfundur fyrir árið 2024 var auglýstur 30.Júní 2024 en ákveðið var að fresta honum sökum
sumarleyfa og aðstæðna í skipulagsferli Sveitarfélagsins Ölfus. Aðalfundur fyrir 2024 hefur
nú verið auglýstur 23. Mars 2025
Ársskýrsla undirriturð af stjórn Brimbrettafélagi Íslands:

