top of page
Screen Shot 2021-01-31 at 17.25.08.png

Nýtt Deiliskipulag Hafnar í Þorákshöfn

January 22, 2020

Ef deiliskipulags-breytingin verður framkvæmd í núverandi mynd er ljóst að verulegar breytingar verða á briminu á svæðinu. Hluti af aðalbrotinu mun fara undir nýjan varnargarð og restin af brotinu er í hættu vegna af-leiðu-áhrifa frá breytingunum. Þar ber helst að nefna að endurkast brims af varnargarði sem og breytingum á straumum meðfram strandlengju/varnargarði. Hvort tveggja getur dregið úr tíðni og gæðum brims sem og gert aðstæður mun hættulegri.
Við teljum að útfæra megi stækkunina á höfninni betur en núverandi tillaga gerir ráð fyrir. 
Með réttri nálgun er hægt að taka tillit til þeirrar auðlindar sem er til staðar án þess að stækkun hafnarinnar eða bætt hafna-aðstaða lýði fyrir. Forsenda fyrir því að vel takist er að samvinna á milli framkvæmdaraðila og hagsmunaaðila sé höfð í fyrirrúmi. 
Með tiltölulega litlum tilkostnaði er hægt að gera ýtarlegar rannsóknir með stafrænum líkönum af svæðinu og með sérfræðiþekkingu af hafstraumum og brimi (þá sérstaklega m.t.t. hafnargerðar sem og brimreiða) er hægt að vernda þetta einstaka útivistarsvæði og stækka höfnina á sama tíma.

Nýtt Deiliskipulag Hafnar í Þorákshöfn: News & Updates
bottom of page